Afturelding leikur við Hamar á þriðjudag kl 19:15

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Afturelding vann mikilvægan og sterkan útisigur á ÍR á fimmtudag og er enn með á fullum krafti í toppbaráttu deildarinnar. Liðið hefur 28 stig, aðeins tveimur minna en HK sem er í öðru sæti en KV er í efsta sæti með 31 stig. Hamar er í ellefta sæti sem stendur og þurfa nauðsynlega á stigum að halda.

Afturelding og Hamar hafa mæst nokkuð reglulega undanfarin ár og hafa okkar menn naumlega vinninginn. Liðin mættust í Hveragerði í byrjun júní í fyrri umferðinni og þá var það fyrirliði okkar, Arnór Snær Guðmundsson sem tryggði 1-0 sigur með marki í uppbótartíma í dramatískum leik.

Allir á völlinn – Áfram Afturelding