Afturelding mætir ÍR í kvöld

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Kvennalið Aftureldingar mætir ÍR í Inkasso-deild kvenna í kvöld á Hertz vellinum í Breiðholti. Okkar stelpur hafa staðið sig vel í sumar og eru í 4. sæti í deildinni með 17 stig. ÍR situr á botninum með 1 stig að loknum 11 umferðum. Leikurinn hefst kl. 19:15.

Deildin er mjög jöfn og er stutt úr toppbaráttu og niður í botnbaráttu. Með sigri í kvöld styrkir Afturelding stöðu sína í baráttunni um þriðja sætið í deildinni.

Hvetum Aftureldingarfólk til að fjölmenna og styðja stelpurnar í kvöld!