Þórey, Steinunn og Hilma framlengja samning sinn við Aftureldingu

Blakdeild Aftureldingar Blak, Fréttir

Hilma Jakobsdóttir, Steinunn Guðbrandsddóttir og Þórey Símonardóttir skrifuðu allar undir áframhaldandi samning við blakdeild Aftureldingar í dag.  Þær eru allar uppaldar í félaginu og hafa spilað með Aftueldingu upp yngri flokkana auk þess að taka þátt í landsliðsverkefnum.  Þær hafa æft og spilað með meistaraflokknum s.l. 2 ár auk þess að spila í 2.flokki kvenna. Á síðasta leiktímabili lönduðu bæði þessi lið bronsi. Blakdeild Aftureldingar er stolt af því að hafa þessar stúlkur áfram innan sinna raða.