Dagrún Lóa og Karitas Ýr framlengja við Aftureldingu

Blakdeild Aftureldingar Blak, Fréttir

Dagrún Lóa Einarsdóttir og Karitas Ýr Jakobsdóttir  skrifuðu undir og framlengdu samning sinn við uppeldisfélagið sitt í blaki. Þessar stelpur hafa spilað í öllum yngri flokkum félagsins ásamt því að taka þátt í landsliðsverkefnum yngri lið.  Sðustu 2 ár  hafa þær einnig æft  með meistaraflokki  félagsins. Þær voru í hópi meistaraflokks sem náðu í bronsverðlaun á síðustu leiktíð bæði í meistaraflokki sem og í 2.flokki kvenna.  Stjórn lakdeildar er ákaflega ánægð að hafa þessar stúlkur áfram innan sinna raða.