Afturelding með jafntefli í Hafnarfirði

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Það var mikið í húfi fyrir bæði lið og leikurinn einnig athyglisverður fyrir þær sakir að FH-ingar skiptu um þjálfara daginn fyrir leik þegar Helena Ólafsdóttir lét af störfum. Guðrún Jóna Kristjánsdóttir stýrði FH liðinu í hennar stað en Guðrún þjálfaði einmitt Aftureldingu fyrir nokkrum árum sem kunnugt er. Leikurinn fór fjörlega af stað og Carla Lee kom Aftureldingu yfir eftir stundarfjórðung. Sarah McFadden jafnaði metin stuttu fyrir hlé og staðan því 1-1 í hálfleik.

Í síðari hálfleik kom Carla Lee okkar stelpum aftur yfir um miðjan hálfleikinn en aftur kom Sarah McFadden FH til bjargar og tryggði heimastúlkum jafntefli með marki undir lok leiksins. FH dugði stig til að lyfta sér uppfyrir Fylki í sjötta sætið en Afturelding er áfram í áttunda sætinu. Stigið gæti hinsvegar reynst afar mikilvægt þegar deildin verður gerð upp í haust.

Næsti leikur Aftureldingar er á þriðjudag eftir viku gegn Breiðablik á Varmárvelli