Afturelding náði stigi í Kórnum

Ungmennafélagið Afturelding Knattspyrna

Afturelding fer ágætlega af stað í Lengjubikarnum og gerði á föstudag 1-1 jafntefi gegn HK, nýliðunum í Pepsi-Max deildinni. Leikurinn fór fram í Kórnum að viðstöddu nokkru fjölmenni.

Eftir markalausan fyrri hálfleik skoraði Emil Atlason fyrsta mark leiksins snemma í seinni hálfleiknum. Það virtist stefna í sigur HK, en á 89. mínútu jafnaði Afturelding. Markið skoraði Alexander Aron Davorsson. Okkar menn voru ekki síðri aðilinn í leiknum og var mátti sjá hvort liðið léki í efstu deild.

Lokatölur í Kórnum 1-1. Afturelding er með fjögur stig eftir sigur á Fram í fyrsta leik. Næsti leikur Aftureldingar er gegn KA næstkomandi laugardag. Leikurinn fer fram í Akraneshöllinni og hefst kl. 16.00