Afturelding áfram á toppnum eftir stórsigur

Ungmennafélagið Afturelding Handbolti

Aft­ur­eld­ing er áfram í topp­sæti Grill 66 deild­ar kvenna í hand­bolta eft­ir sann­fær­andi 36:22-útisig­ur á Fjölni á föstudagskvöld. ÍR er enn aðeins einu stigi á eft­ir, en ÍR hafði bet­ur gegn Stjörn­unni U, 31:24.

Aft­ur­eld­ing var með 18:12-for­skot á Fjölni eft­ir fyrri hálfleik­inn og hélt áfram að bæta í, eft­ir því sem leið á leik­inn. Hin jap­anska Kiyo Ina­ge var marka­hæst hjá Aft­ur­eld­ingu með níu mörk, Jón­ína Líf Ólafs­dótt­ir gerði átta og Þóra María Sig­ur­jóns­dótt­ir skoraði sjö. Ólöf Ásta Arnþórs­dótt­ir skoraði átta fyr­ir Fjölni.

Næsti leikur Aftureldingar fer fram á föstudag þegar Afturelding mætir Stjarnan U að Varmá. Það verður jafnframt síðasti heimaleikur liðsins á leiktíðinni og því tilvalið að fjölmenna og styðja við stelpurnar okkar sem eru að leika frábærlega um þessar mundir.

Staðan í Grill66-deildinni