Afturelding semur við sterkan markvörð

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Mist, sem er 25 ára gömul, hefur frá árinu 2009 stundað nám við Florida Institute of Technology í Bandaríkjunum og leikið með FIT Panthers í háskólaboltanum. Hún á að baki yfir 80 leiki með meistaraflokki  FH, Keflavík, ÍR, KR og Breiðablik ásamt því sem hún hefur leikið með U17 og U19 ára liðum Íslands.

Mist þarf vart að kynna fyrir knattspyrnuáhugamönnum en hún var einn sterkasti markmaður efstu deildar kvenna síðasta ár – og varð bikarmeistari með Breiðablik.  Hún var oftast allra markmanna í liði vikunnar í Pepsideildinni síðasta sumar.   Það er því augljóst mál að Mist mun styrkja Aftureldingu verulega.

Aftureldingar liðið stefnir á að styrkja lið sitt enn fremur fyrir komandi átök í Pepsí-deildinni.

Afturelding og Mosfellingar bjóða Mist velkomna í bæinn, með von um farsælt samstarf.