Aukaaðalfundur knattspyrnudeildar 8. maí 2019

Ungmennafélagið Afturelding Knattspyrna

Boðað er til aukaaðalfundar í knattspyrnudeild Aftureldingar þann 8. maí næstkomandi. Fundurinn fer fram í Vallarhúsinu að Varmá og hefst kl. 20.00. Fundurinn er framhald af aðalfundi deildarinnar sem fram fór 10. apríl sl.

Dagskrá er eftirfarandi:

  1. Kosning formanns
  2. Kosning stjórnar
  3. Önnur mál

Allt áhugafólk um knattspyrnu í Mosfellsbæ er hvatt til að fjölmenna til fundarins.

Áfram Afturelding!