Axel Óskar og Elvar Ingi á reynslu til Reading

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Axel er fæddur árið 1998 og hlaut á dögunum titilinn knattspyrnumaður Aftureldingar. Axel spilar sem miðvörður og var lykilmaður í hinu sigursæla liði 3. flokks í sumar. Axel tók þátt í fjórum leikjum með U17 ára landsliði Íslands á síðasta sumri og hefur í vetur æft með U17 ára landsliðinu. Einnig fór hann síðasta sumar tvívegis til Englands á reynslu hjá Norwich City og Reading.

Elvar Ingi er fæddur árið 1995 og spilar sem miðju- og sóknarmaður með meistaraflokki Aftureldingar. Elvar Ingi tók þátt í 23 leikjum í Íslandsmótinu og bikarkeppni KSÍ með meistaraflokki Aftureldingar á síðasta tímabili og skoraði í þeim 6 mörk. Nú á vetrarmánuðum hefur Elvar Ingi æft með U19 ára landsliði Íslands.

Bæði Axel og Elvar Ingi hafa spilað allan sinn feril með Aftureldingu og eru afrakstur þess góða uppbyggingarstarfs sem unnið er innan félagsins.

Knattspyrnudeild Aftureldingar óskar þeim. góðs gengis ytra.

Nokkrir Íslendingar hafa leikið með Reading á undanförnum árum og nægir þar að nefna þá Ívar Ingimarsson, Brynjar Björn Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson.