Birgitta Sól semur við Aftureldingu

Ungmennafélagið Afturelding Knattspyrna

Markvörðurinn Birgitta Sól Eggertsdóttir hefur skrifað undir samning til næstu þriggja ára við Aftureldingu. Birgitta Sól kom til liðsins á dögunum frá Breiðablik og hefur spilað leiki Aftureldingar í Lengjubikarnum í ár.

Birgitta fagnaði á dögunum 21.árs afmæli sínu en hún hefur leikið 42 leiki í meistaraflokki fyrir venslalið Breiðabliks, Augnablik. Þá á Birgitta leik með u19 ára landsliði Íslands. Birgitta spilar þá fyrir Western Illinois Háskólann í Bandaríkjunum við góðan orðstír.

Það er Aftureldingu ánægjuefni að Birgitta valdi að semja við félagið en félög í Pepsi Max deildinni höfðu einnig áhuga á því að fá Birgittu til liðs við sig. Birgitta Sól smell passar inn í ungan og efnilegan hóp Aftureldingar, hún hefur fallið vel inn og spilað vel í leikjum Aftureldingar í síðustu leikjum.

Afturelding býður Birgittu Sól velkomna til félagsins!