Birkir Þór með U17 til Rússlands

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Birkir hefur leikið frábærlega í sumar og hann var fyrirliði 3.flokks liðs Aftureldingar sem lék til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn á sunnudag. Fyrr í sumar dvaldi Birkir hjá enska knattspyrnufélaginu Charlton til reynslu þannig að hér fer einn okkar allra efnilegasti leikmaður.

Axel Óskar Andrésson, liðsfélagi Birkis úr 3.flokki var einnig valinn í landsliðið en Axel varð fyrir meiðslum í undanúrslitaleiknum gegn Stjörnunni og missir því af ferðinni. Axel missti einnig af úrslitaleiknum og var það mikil blóðtaka fyrir Aftureldingu en hann verður frá vegna meiðsla næstu sex vikurnar eða svo og óskar knattspynudeild honum að sjálfsögðu góðs bata. 

Íslenska liðið heldur til Rússlands núna þann 19.september og leikur við Aserbaijan, Slóvakíu og Rússland í borginni Volgograd sem er í suðvesturhluta Rússlands við árbakka árinnar Volgu. Borgin var áður nefnd Stalingrad og er fræg orusta úr síðari heimsstyrjöld kennd við hana.

Knattspyrnudeild óskar Birki til hamingju með valið og góðrar ferðar til Rússlands