Enes og Baldvin Jón taka við þjálfun Aftureldingar

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Þeir félagar stjórnuðu sinni fyrstu æfingu í kvöld og voru þá kynntir sem þjálfarar fyrir leikmönnum.

Enes Cogic, sem er fæddur í Bosníu, kom til Íslands sem leikmaður árið 1992. Hann spilaði með Haukum, ÍR og Selfoss en lengst af með  Fylki. Hann hefur starfað sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá Aftureldingu síðustu 2 ár.

Baldvin Jón Hallgrímsson þekkir vel til í Mosfellsbænum. Hann hefur mikla reynslu sem leikmaður og hefur leikið í öllum deildum, meðal annars með Val, Þrótti, Leiftri, Völusungi og ÍR. Þeir félagar, Enes og Baldvin Jón léku saman hjá Fylki um tíma.
Knattspyrnudeild Aftureldingar býður þá félaga velkomna til starfa.
Á meðfylgjandi mynd eru þeir félagar á æfingunni í kvöld, Baldvin Jón til vinstri og Enes til hægri.