Fylkir bar sigurorð af Aftureldingu

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Leikurinn var nokkuð jafn og frekar tíðindalítill framanaf. Bæði lið reyndu fyrir sér en Afturelding var þó heldur líklegra í fyrri hálfleik en liðið lék undan nokkuð stífum vindi og hefði mögulega getað nýtt sér það betur. Staðan markalaus í hálfleik.

Fylkir kom ákveðnari til leiks eftir hlé og uppskar með ágætu marki eftir nokkra pressu. Aftureldingarstúlkur komu sterkar inn í lokakaflann en náðu ekki að jafna leikinn. Liðið situr nú á botni deildarinnar en tækifæri til að bæta úr því kemur í næstu viku þegar ÍBV kemur í heimsókn.

Carla Lee var líflegust í liði Aftureldingar í fyrri hálfleik en í þeim síðari náði engin að taka af skarið. Lára Kristín var yfirveguð að vanda á miðjunni og Erica Henderson stóð vaktina vel í vörninni og er valinn maður leiksins að þessu sinni.