Fyrsta leik lokið án stiga

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Fyrirfram var búist við spennandi leik tveggja nokkuð áþekkra liða sem er spáð að verði á svipuðum slóðum í deildinni í sumar. Leikurinn bar enda þess nokkur merki að það var spenna í lofti og hvorugt liðið tilbúið að taka áhættu.

Afturelding var þó feti framar í fyrri hálfleik og strax á áttundu mínútu kom mark hjá okkar stelpum þegar Steinunn Sigurjónsdótti elti uppi langa stungusendingu og stakk varnarmenn FH af áður en hún þrumaði knettinum í netið og staðan orðin 1-0 fyrir Aftureldingu.

Steinunn þurfti að yfirgefa völlinn eftir rúman hálftíma og í hennar stað kom Eva Rún Þorsteinsdóttir. FH náði að jafna fyrir hlé þegar Jóhanna Gústavsdóttir komst í gott færi eftir ágæta sókn gestanna og þannig stóð í leikhléi.

Snemma í síðari hálfleik var dæmd vítaspyrna á Aftureldingu, Mist markmaður og sóknarmaður FH virtust flækjast saman en dómari leiksins taldi Mist brotlega sem heimamönnum þótti einkennileg ákvörðun. Réttlætinu var kannski fullnægt þegar Mist svo varði vítaspyrnu FH-inga.

FH náði betri tökum á leiknum eftir þetta og tvö snögg mörk þeirra um miðjan hálfleikinn settu heimaliðið útaf laginu. En Afturelding náði þó áttum aftur og stelpurnar okkar reyndu hvað þær gátu til að ná marki en vörn FH hélt og 1-3 sigur þeirra staðreynd.

Afturelding lék ágætlega á köflum en liðið þarf þó að spila sig aðeins betur saman enda nokkrir nýjir leikmenn komnir til liðs við félagið. Steinunn stóð sig mjög vel í upphafi leiks og fær prik fyrir frábært mark og Amy Marron átti einnig góðan leik og lofar góðu en sem fyrr segir er erfitt að dæma liðið svo snemma vors.

Næsti leikur er á Vodafonevellinum eftir viku gegn Val.

Lið Aftureldingar:
Mist
Steinunn (Eva 31) – Hrefna – Lilja – Inga
Brynja (Kristín Þóra 52) – Kristrún – Amy – Aldís (Snædís (82)
Valdís – Sigga