Góður sigur Aftureldingar gegn Fjölni

Ungmennafélagið Afturelding Knattspyrna

Afturelding mætti í gærkvöld Fjölni í riðli 3 í A-deild Lengjubikarsins. Afturelding var með fjögur stig fyrir leikinn en Fjölnir var með sjö. Bæði lið höfðu lokið þremur leikjum fyrir leikinn í kvöld.

Afturelding leiddi í hálfleik með marki frá Jasoni Daða. Flóðgáttirnar opnuðust svo í seinni hálfleik. Jason Daði bætti sínu öðru marki við eftir fjórar mínútur en Guðmundur Karl minnkaði muninn sex mínútum síðar.

Arnór Breki jafnaði leikinn fyrir Fjölni en Kári Steinn kom Aftureldingu yfir skömmu seinna. Jason Daði fullkomnaði þrennu sína þegar tólf mínútur lifðu leiks. Andri Freyr kom Aftureldingu í 5-2 þegar sex mínútur lifðu leiks en Kristófer Óskar skoraði lokamark leiksins fyrir Fjölni tveimur mínútum seinna. Liðin eru nú jöfn með sjö stig eftir fjóra leiki.

Afturelding mætir Val í lokaleik sínum næsta miðvikudag. Fjölnir fer norður og mætir KA í lokaleik sínum. Sá leikur fer fram þann sautjánda mars.

Afturelding 5-3 Fjölnir 
1-0 Jason Daði Svanþórsson (’13)
2-0 Jason Daði Svanþórsson (’49)
2-1 Guðmundur Karl Guðmundsson (’55)
2-2 Arnór Breki Ásþórsson (’58)
3-2 Kári Steinn Hlífarsson (’63)
4-2 Jason Daði Svanþórsson (’78)
5-2 Andri Freyr Jónasson (’84)
5-3 Kristófer Óskar Óskarsson (’86)