Góður útisigur á Sindra

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Það voru þeir Magnús Már Einarsson og Elvar Ingi Vignisson sem skoruðu mörk okkar manna í 2-1 sigri. Maggi kom Aftureldingu yfir í fyrri hálfleik en Sindramenn náðu að jafna fyrir hlé. Í síðari hálfleik kom Elvar Ingi svo til skjalanna og skoraði sigurmark Aftureldingar.

Afturelding er þar með á ný í toppsæti deildarinnar og er nú með 19 stig í fyrsta sætinu, stigi á undan ÍR. Skammt undan eru svo KV og HK og má búast við að þessi lið berjist um tvo laus sæti í 1.deild að ári.

Næsti leikur Aftureldingar er enn einn útileikurinn, á Seltjarnarnesi að þessu sinni þegar liðið mætir Gróttu á þriðjudaginn kemur.