Hafrún Rakel í Breiðablik

KnattspyrnudeildKnattspyrna

Hafrún Rakel Halldórsdóttir gekk um miðjan október til liðs við Breiðablik frá Aftureldingu. Hafrún sem er 17 ára gömul hefur verið lykilmaður í liði Aftureldingar undanfarin tvö tímabil.

Þrátt fyrir  ungan aldur þá hefur Hafrún leikið 48 leiki fyrir meistaraflokk Aftureldinga og skorað í þeim 14 mörk. Hafrún spilaði 17 leiki fyrir Aftureldingu í Inkasso-deildinni í sumar og skoraði í þeim fimm mörk.

Þá hefur Hafrún spilað með U16, U17 og U19 landsliðum Íslands og skorað 3 mörk í þeim 19 landsleikjum sem hún hefur leikið fyrir Íslands hönd.

Knattspyrnudeild Aftureldingar óskar Hafrúnu alls hins besta í framtíðinni og þakkar henni fyrir frábært framlag til Aftureldingar á undanförnum árum.