Júlíus og Alexander áfram með meistaraflokk kvenna

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Júlíus Ármann Júlíusson hefur samið um áframhaldandi þjálfun meistaraflokks kvenna í knattspyrnu hjá Aftureldingu. Júlíus skrifaði undir tveggja ára samning við félagið um helgina og sömu sögu er að segja af Alexander Aroni Davorssyni sem verður áfram aðstoðarþjálfari.

Júlíus hefur starfað hjá Aftureldingu frá því vorið 2015 er að hefja sitt sjötta starfsár hjá félaginu. Meistaraflokkur kvenna hafnaði í 5. sæti í Inkasso-deildinni í sumar með 21 stig og steig liðið stórt skref áfram frá fyrra tímabili. Stefnan fyrir næsta tímabil er sett á að berjast um sæti í Pepsi Max deildinni.

Alexander Aron kom inn sem aðstoðarþjálfari liðsins í vor en hann er einnig leikmaður meistaraflokks karla. Alexander Aron hefur einnig tekið að sér þjálfun yngri flokka hjá félaginu líkt og Júlíus sem þjálfað hefur 3. flokk félagsins undanfarin ár og gerði flokkinn að Íslandsmeisturum á síðasta ári.

Afturelding lýsir yfir mikilli ánægju með að hafa endurnýja samning sinn við Júlíus og Alexander og bindur miklar vonir við áframhaldandi störf þeirra hjá félaginu.

 Þjálfarar meistaraflokka félagsins skrifuðu undir samninga við félagið í gær. F.v. Alexander Aron Davorsson, Júlíus Ármann Júlíusson, Magnús Már Einarsson og Enes Cogic.