Strákarnir fá Álftanes í heimsókn á miðvikudaginn

Blakdeild Aftureldingar Blak, Fréttir

Strákarnir okkar  í Mizunodeildinni fá lið Álftaness í heimsókn á miðvikudaginn og hefst leikurinn kl 20:00.  Okkar menn eiga enn eftir að vinna leik í deildinni í vetur en þeir hafa spilað 4 leiki og sitja í 5.sæti deildarinnar.  Álftanes er í 3ja sæti eftir 5 leiki.  Hvetjum strákana okkar áfram og mætum á völlinn.