Hópa og firmamót knattspyrnudeildar 18.febrúar n.k.

KnattspyrnudeildKnattspyrna

Leiktími er 1×10 mínútur, mótsgjald á lið kr 15.000 og innanhússreglur gilda. Leikmenn úr úrvals og fyrstu deild ekki gjaldgengir og verðlaun miðast við að 8 manns séu í hóp. Alvöru verðlaun !!

Skráning á afturelding@internet.is fyrir 15. febrúar

Reglur á firmamóti Aftureldingar

* Markvörður má ekki taka boltann upp eftir sendingu frá samherja, sé hann sendur með fæti.
* Einn markmaður og fjórir útileikmenn.
* Verðlaun miðast við að 8 manns séu í hóp.
* Innspörk eru ef boltinn fer út af á hliðarlínum.
* Leyfilegt er að kasta boltanum yfir miðju.
* Leyfilegt er að skora með skoti beint úr upphafsspyrnu.
* Það lið sem er “heimalið” byrjar með boltann.
* Leiktíminn er 1×10 mínútur.

Ef að jafnt er í leik um sæti er framlengt í 1×3 mínútur.  Ef ennþá er jafnt er vítaspyrnukeppni, 3 spyrnur á lið.