Inga Dís Júlíusdóttir er 25 ára gömul, varnarmaður sem er uppalin hjá Þór á Akureyri en hefur einnig æft með Breiðablik og gerir félagaskiptin þaðan. Inga hefur leikið tæpa 90 meistaraflokksleiki með Þór/KA og kemur með mikla reynslu inní lið Aftureldingar.
Annar reynslubolti kemur með Ingu frá Breiðablik en á lánssamning en það er hin reynda Lilja Dögg Valþórsdóttir sem er rúmlega þrítug og hefur leikið 179 leiki í deild og bikar, flesta með KR en hún hefur einnig m.a. leikið með Stjörnunni og Val á sínum ferli. Lilja er reyndar uppalin hjá Þór á Akureyri eins og Inga Dís.
Þriðji Blikinn er svo hin sautján ára gamla Steinunn Sigurjónsdóttir sem er uppalin í Breiðablik og hefur leikið stórt hlutverk í sigursælum yngri flokkum þar á bæ. Steinunn á að baki alls sex U17 landsleiki og er spáð bjartri framtíð í boltanum. Steinunn kemur á láni frá Breiðablik.
Theodór þjálfari er vel kunnugur þessum nýju Aftureldingarleikmönnum eftir veru sína í Kópavogi og má eiga von á að þær láti að sér kveða í rauðu treyjunni í sumar. Knattspyrnudeild býður þær Ingu, Lilju og Steinunni velkomnar í Mosó og Aftureldingu til hamingju með liðsstyrkinn.
Mynd frá vinstri: Steinunn, Inga Dís, Lilja Dögg og Teddi þjálfari.