Huginn með sigurmark í uppbótartíma

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Afturelding byrjaði leikinn með krafti og Gunnar Wigelund átti þrumuskot í slá snemma leiks en félögum hans tókst ekki að setja frákastið á rammann. Leikmenn Hugins unnu sig jafnt og þétt inní leikinn og skoruðu glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu seint í hálfleiknum og voru yfir í hálfleik.

Í síðari hálfleik var áfram jafnræði með liðunum en ekki mikið um færi. Elvar Ingi Vignisson jafnaði metin eftir um klukkutíma leik þegar hann spólaði sig í gegnum vörn gestanna og laumaði boltanum undir markmann þeirra sem átti líklega von á fastara skoti og hálfpartinn missti boltann frá sér og yfir línuna. En staðan orðin 1-1 og útlit fyrir spennandi lokakafla.

Huginsmenn bættu hinsvegar í á lokamínútunum og áttu nokkrar hættulegar sóknir og það var svo eftir aukaspyrnu í uppbótartíma sem þeir skoruðu sigurmarkið með skalla og Aftureldingu tókst ekki að ógna marki þeirra það sem eftir lifði leiks og súrt tap á heimavelli staðreynd.

Lið Aftureldingar:
Hugi
Sigurður – Einar – Birgir F – Birgir Ó
Moritz – Andri (Sigurpáll 65) – Magnús (Atli 55)
Gunnar – Valgeir (Arnór Fannar 75)- Elvar Ingi