Landsliðsfréttir frá knattspyrnudeild

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Kristín Þóra Birgisdóttir hefur verið fastamaður á æfingum með U17 í vetur og tók hún þátt í æfingum í upphafi mánaðar og aftur núna um þessa helgi. Um þarsíðustu helgi voru þeir Arnór Breki Ásþórsson, Axel Óskar Andrésson og Birkir Þór Guðmundsson svo á ferðinni með U17 karlaliðinu.

Axel og Birkir eru svo á leið með U17 til Portúgal þar sem Ísland tekur þátt í milliriðlum EM dagana 26. til 31.mars

Knattspyrnudeild óskar þeim öllum til hamingju með árangurinn.

Til gamans má svo geta að Mosfellingurinn og fyrrum leikmaður Aftureldingar, Mist Edvardsdóttir var í stóru hlutverki með A-landsliði Íslands á Algarvemótinu fyrr í mánuðinum. Mist var í byrjunarliði í tveimur leikjum og skoraði fyrra mark Íslands gegn Norðmönnum í fræknum sigri. Þetta var fyrsta mark hennar í 11 A-landsleikjum og óskar knattspyrnudeild Mist til hamingju með áfangann.