Landsliðsfréttir frá knattspyrnudeild

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Um næstu helgi fer Birkir Þór Guðmundsson á æfingar með U19 og Arnór Breki Ásþórsson með U17. Auk þeirra hafa þau Kristín Þóra Birgisdóttir og Andri Freyr Jónasson verið á æfingum með U17 reglulega undanfarið.

Arnór Breki var í leikmannahóp U17 sem lék tvo vináttuleiki við Norður Írland á dögunum og kom við sögu í báðum leikjum.

Þá er gaman að nefna að fyrrum liðsmenn félagsins hafa verið að gera það gott en Axel Óskar Andrésson lék með U17 í fyrrnefndum leikjum gegn Norður Írum og Lára Kristín Pedersen var valin í A-landslið kvenna fyrir Algarve æfingamótið.

Lára Kristín mun vonandi ná að leika sinn fyrsta A-landsliðsleik fyrir Íslands hönd og verða þar með þriðja uppalda Aftureldingarstúlkan í íslenska landsliðinu með þeim Guðnýju Björk Óðinsdóttur sem einnig fer til Algarve og Mist Edvardsdóttur sem er á hraðleið til fullrar heilsu eftir snarpan slag við veikindi eins og kunnugt er.

Knattspyrnudeild óskar öllum okkar fulltrúum til hamingju með árangurinn og góðs gengis.