Liverpool skólinn 2012

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Afturelding kynnir:

Knattspyrnuskóla Liverpool á Íslandi árið 2012

Haldin verða tvö námskeið á Tungubökkum í Mosfellsbæ. Hið fyrra verður dagana 7.-9. júní (fimmtudagur til laugardags) og hið síðara 10.-12. júní (sunnudagur til þriðjudags).
Knattspyrnuskóli Liverpool er fyrir fótboltastráka- og stelpur á  aldrinum 6-14 ára (7 .- 4. flokkur)

Liverpool starfrækir knattspyrnuskóla víða um heim og leggur mikla áherslu á þjálfun barna og unglinga, en barna- og unglingastarf Liverpool hefur alið af sér heimsklassa knattspyrnumenn eins og Steven Gerrard. Liverpool sendir góðan hóp af þjálfurum sínum til Íslands og lögð er höfuðáhersla á að allir þátttakendur á námskeiðinu verði undir stjórn þjálfara frá Liverpool. Hver þjálfari Liverpool mun stýra hópi með 20 börnum og þeim til aðstoðar verða þjálfarar Aftureldingar, sem munu m.a. sjá um að túlka á íslensku. Sérstakur æfingahópur verður fyrir markmenn.

Aðeins 180 sæti eru í boði á hvort námskeið og þeir sem fyrstir greiða þátttökugjaldið tryggja sér sæti á námskeiðið. Verð 19.500 kr. og innifalið er morgunhressing og hádegisverður.

Greiðsla og skráning:

Millifærið þátttökugjaldið á: 549 – 26 – 457    kt. 5201002610 og sendið tölvupóst með staðfestingu greiðslu og upplýsingum um iðkanda (nafn, flokkur, aldur) ásamt nafni og símanúmeri forráðamanns á: afturelding@internet.is. Ef viðkomandi er markvörður er mikilvægt að taka það fram.