Nýr framkvæmdastjóri

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Jóhann Már er 26 ára gamall stjórnmálafræðingur, fæddur í Reykjavík en uppalinn í Garðabæ. Hann lauk stúdentsprófi frá  Fjölbrautaskólanum í Garðabæ og útskrifaðist með BA gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands. Jóhann hefur starfað sem framkvæmdastjóri Stúdentaráðs Háskóla Íslands og undanfarin tvö ár á fyrirtækjasviði Creditinfo. Jóhann hefur verið mjög virkur í félagsstörfum í gegnum tíðina og var m.a. varaformaður Politica, félags stjórnmálafræðinema og sat í Stúdentaráði Háskóla Íslands.
Jóhann er boðinn velkominn og óskað velfarnaðar í störfum sínum fyrir Ungmennafélagið Aftureldingu.