Liverpool skólinn – ATH. breyttar dagsetningar

Ungmennafélagið Afturelding Knattspyrna

Vegna ferðatakmarkana reynist því miður nauðsynlegt að fresta Liverpool skólanum sem vera átti á Íslandi í júní.

Afturelding í samráði við Liverpool, Þór og Liverpool klúbbinn stefnir á að halda skólann síðar í sumar:

Í Mosfellsbæ  10 – 12. ágúst

Á Akureyri       13 – 15. ágúst

Það er algjörlega háð því að létting á ferðatakmörkunum á Íslandi og Englandi hafi gengið eftir og Liverpool telji öruggt að senda þjálfara hingað.  Einnig háð því hvort flugsamgöngur verði komnar í eðlilegt horf.  Ef óvænt verður ekki öruggt að senda þjálfarana hingað verður skólanum frestað til næsta árs.

Þeir sem þegar hafa skráð börn í skólann geta haldið sæti sínu, en þeir sem óska eftir að afskrá og fá endurgreitt senda tölvupóst með upplýsingum um bankareikning á netfangið liverpool@afturelding.is

Með bestu kveðjum og von um skilning

Stjórn Liverpool skólans á Íslandi