Fyrirkomulag íþróttastarfs grunnskólabarna frá 4. maí

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Kæru iðkendur og forráðamenn!

Nú á mánudaginn 4.maí hefjast allar íþróttaæfingar grunnskólabarna með sama sniði og áður. Allir tímar halda sér eins og þeir voru fyrir COVID 19 nema sérstaklega hafi verið tilkynnt um annað.

Til að fylgja fyrirmælum Almannavarna  verður ekki leyft að nota búningsklefana í íþróttahúsinu og hvetjum við foreldra að senda börnin sín í þægilegum fatnaði í skólann þann dag sem æfingar eru.  Foreldrar er óheimilt að koma inn í íþróttamiðstöðvarnar og mega því ekki horfa á æfingar að þessu sinni.  Foreldrar yngri barna skilja börnin eftir í anddyri íþróttahússins þar sem þjálfarar taka á móti þeim og fylgja þeim til baka eftir æfingar.  Varðandi knatthúsið Fellið, þá mega foreldrar fylgja börnum sínum að aðalinnganginum þar sem þjálfarar taka á móti þeim. Börnin ganga út norðanmegin að æfingu lokinni, þjálfarar fylgja börnunum síðan fyrir húsið og geta foreldrar sótt börnin sín á sama stað og þau komu inn eða við bílastæðin.

Við mælumst eindregið gegn því að mynda stóra hópa á íþróttasvæðinu til að fylgja eftir fyrirmælum Almannavarna.  Tveggja metra regla fullorðinna er enn við lýði!!  Við erum öll almannavarnir og sýnum ábyrgð í verki.
Það verður frábært að hefja íþróttastarfið á ný og hvetjum við alla að vera dugleg að mæta á æfingar.

Jako verður með tilboð á æfingarfatnaði til 31. maí og tilvalið að nýta sér það.

Áfram Afturelding!!!