Logi valinn í Orkumótsliðið

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Logi Andersen úr Aftureldingu var valinn í Orkuliðsmótið sem fram fór í Vestmannaeyjum um síðustu helgi. Logi stóð sig frábærlega með liðsfélögum sínum úr Aftureldingu og var að lokum valinn í lið mótsins.

Það voru dómarar mótsins sem völdu Loga inn í Orkumótsliðið.

Afturelding sendi alls fjögur lið til keppni í mótinu. Afturelding 1 stóð sig frábærlega með Loga innanborðs og hafnaði í 5. sæti mótsins eftir úrslitaleik við ÍA.

Afturelding átti fleiri fulltrúa því Eyþór Einarsson var valinn liðið í Landslið Orkumótsins. Frans Wöhler, þjálfari Aftureldingar, var jafnframt valinn til þess að stýra Landsliðinu sem er mikill heiður fyrir þjálfara mótsins.

Logi Andersen.

Orkumótsliðið 2019:
Ísak Theodor Eidem, ÍA
Þór Andersen Willumsson, Breiðablik
Alexander Máni Guðjónsson, Stjarnan
Gauti Rútsson, FH
Kristófer Kató Friðriksson, Þór Akureyri
Alexander Rafn Pálmason, Grótta
Logi Andersen, Afturelding
Gunnar Kári Bjarnason, Þróttur Rvk
Sveinbjörn Viðar Árnason, Fjölnir
Birkir Þorsteinsson, Breiðablik
Sigurður Breki Kárason, KR
Þorri Ingólfsson, Víkingur R

Prúðustu liðin
Þróttur Rvk
Vestri

Háttvísiverðlaun KSÍ
Sindri

Nammipokinn
Hamar