Lokaleikur tímabilsins hjá strákunum okkar

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Afturelding er í fjórða sæti deildarinnar með 36 stig og það er þegar ljóst að við sitjum eftir í deildinni þrátt fyrir að geta náð KV að stigum í öðru sætinu. Ástæða þess er að Grótta er í þriðja sætinu og þar sem Grótta og KV leika saman í síðustu umferðinni þá mun alltaf annaðhvort þeirra ná fjörutíu stigum hvernig sem fer.

Markmiðið um 1.deildar sæti næst því miður ekki og hefur Enes Cogic þjálfari þegar ákveðið að stíga til hliðar að leik loknum og hleypa öðrum að. Knattspyrnudeild vill þó þakka Enes fyrir hans störf og óskar honum velfarnaðar.

Mosfellingar eru hvattir til að fjölmenna á leikinn og hvetja strákana okkar áfram til að klára nú tímabilið með sæmd og taka þrjú stig af Þorlákshafnarbúum.

Knattspyrnudeild vill þakka öllum stuðningsmönnum fyrir sumarið sem og strákunum í liðinu og þá eru meistarflokksráði karla og heimaleikjaráði einnig þökkuð góð störf en umgjörð og stemmning á Varmá í sumar hefur klárlega verið í 1.deildar klassa.

Tökum höndum saman og höldum uppá næst síðasta sumarið í 2.deild !