Magnús Már Einarsson hefur verið ráðinn aðalþjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu. Magnús er stuðningsmönnum Aftureldingar að góðu kunnur en hann fyrrverandi leikmaður félagasins og lék 135 leiki með Aftureldingu og skoraði í þeim 21 mark.
Magnús hefur verið aðstoðarþjálfari félagsins undanfarin tvö ár en tekur nú við liðinu. Enes Cogic verður Magnúsi til aðstoðar en þar er á ferðinni mjög reynslumikill og góður þjálfari sem áður stýrði Aftureldingu sem aðalþjálfari.
Afturelding býður Magnús og Enes velkomna á ný til starfa og óskar þeim góðs gengis í Inkasso-deildinni næsta sumar.
Mynd/Mosfellingur: Magnús Már Einarsson, Guðni Bergsson formaður KSÍ, Agnar Freyr Gunnarsson, formaður mfl.ráðs karla, og Enes Cogic.
Okkar maður @maggimar í viðtali eftir að hafa tekið við meistaraflokki karla í knattspyrnu. #afturelding pic.twitter.com/TyAoZbLhXm
— Afturelding (@umfafturelding) November 9, 2019