Mikilvægt stig í hús í Pepsideildinni

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Úrslitin urðu 2-2 í spennandi leik þar sem bæði lið gerðu sitt besta til að spila til sigurs enda hörð barátta í neðri hluta deildarinnar. Afturelding byrjaði betur og var með yfirhöndina allan fyrri hálfleikinn. Það kom því gegn gangi leiksins þegar Selfoss fékk vítaspyrnu rétt fyrir hlé sem þær nýttu sér og komust yfir. Afturelding setti þá aukin kraft í sóknina og Erica Henderson jafnaði með skalla eftir góða sókn. Staðan í hálfleik 1-1 fyrir framan þétt setna stúkuna.

Í síðari hálfleik komu gestirnir ákafari til leiks og voru líklegri. Það skilaði sér í marki seint í leiknum og Selfyssingar fögnuðu mjög. En Afturelding átti eitthvað aukalega á tanknum og Carla Lee jafnaði metin undir lok leiks úr víti. Úrslitin 2-2 og stigið dugar okkar stelpum til að lyfta sér uppí áttunda sæti.

Næsti leikur er á Akureyri gegn Þór/KA á þriðjudag.