Pepsi deildin hefst í dag – allir á völlinn !

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Afturelding mætir til leiks með sitt lið að mestu skipað uppöldum mosfellskum stúlkum, lítillega styrkt með aðkomumönnum eins og gengur og gerist. Jenna Roncarati er bandarískur varnarmaður sem hefur spilað vel á undirbúningstímabilinu og þá er brasilíski varnarjaxlinn Marcia Rosa da Silva komin aftur en hún lék með Aftureldingu sumarið 2011. Að öðru leyti mun mikið mæða á okkar ungu og efnilegu stúlkum.

Val er víða spáð einu af tveimur efstu sætunum. Liðið er skipað valinkunnum leikmönnum í flestum stöðum og hefur átt ágætu gengi að fagna á undirbúningstímabilinu. Lið Vals er þó aldrei þessu vant ekki skipað neinum Mosfellingum en Mist Edvardsdóttir er farin til Noregs í atvinnumennsku og Telma Þrastardóttir er komin heim í Mosfellsbæinn.

Það verður fróðlegt að sjá hvernig stemmd liðin koma til leiks en líklegt byrjunarlið Aftureldingar gæti verið skipað Höllu Margréti í marki og útileikmenn hugsanlega Halldóra Þóra, Kristrún Halla, Jenna, Kristín Tryggva, Marcia, Lára Kristín, Sandra, Helga Dagný, Sigga og Telma.

Knattspyrnudeild vill hvetja Mosfellinga til að renna við á Hlíðarenda á þriðjudagskvöld og styðja við bakið á liði Aftureldingar í Pepsi deildinni. 

https://afturelding.is/knattspyrna/meistaraflokkur-kvenna.html