Samið til framtíðar í Knattspyrnudeild Aftureldingar

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Leikmennirnir léku allir lykilhlutverk í sterku liði 2. flokks Aftureldingar í fyrra og eru nú að ganga upp í meistaraflokk. Þrátt fyrir ungan aldur hafa þeir allir töluverða reynslu af leikjum í meistaraflokki, ýmist með Aftureldingu eða Hvíta riddaranum sem er 3. deildarlið Aftureldingar.

Mikill kraftur er nú í starfi Knattspyrnudeildar Aftureldingar sem ætlar sér stóra hluti á komandi knattspyrnusumri.

Meðfylgjandi mynd var tekin við undirritun leikmannasamninganna á dögunum. Á myndinni eru í efri röð frá vinstri Pétur Magnússon formaður meistarflokksráðs karla og Þorsteinn Magnússon þjálfari. Í neðri röð frá vinstri eru Alexander Davorson, Guðbjörn Pálsson, Guðmundur Pálsson, Haukur Eyþórsson og Sigurjón Grétarsson.