Landsliðskonan Guðný Björk Óðinsdóttir sem hefur verið gestaþjálfari hjá 7.og 6.flokki kvenna undanfarið ásamt því að stýra séræfingum fyrir eldri stúlkur verður með séræfingar núna í jólafríinu fyrir 3.-5.flokk kvenna eða stelpur fæddar 2001 til 1996. Æft verður inni í sal 1 að Varmá og verða á eftirfarandi tímum:
Miðvikudaginn 21. des kl. 10:00-10:45 (sendingar og móttaka) og kl. 11:00-11:45 (snúningar, skallar (flugskallar, varnarskallar, skalli á mark og skallaeinvígi).
Fimmtudaginn 22. des kl. 10:00-10:45 (ristarspyrnur og langar sendingar) og kl. 11:00-11:45 (gabbhreyfingar, 1 á 1 og hjólhestaspyrnur)
Miðvikudaginn 28. des kl 11:00-11:45 (skallatennismót) og kl 12:00-12:45 (jólamót)
Áhugasamar stelpur eru beðnar að skrá sig á bloggsíðu flokksins síns svo Guðný geti undirbúið æfingarnar sem best. Hægt er að skrá sig á eins margar æfingar og hver vill og Guðný stefnir einnig á að bjóða uppá æfingar í janúar. Athygli er vakin á því að séræfingarnar eru í boði Barna- og Unglingaráðs og þarf því ekki að greiða fyrir þær sérstaklega.