Sesselja Líf Valgeirsdóttir er komin heim!

Ungmennafélagið Afturelding Knattspyrna

Sesselja Líf Valgeirsdóttir er komin heim í Aftureldingu frá ÍBV en þar hefur hún spilað undanfarin ár.

Sessó hefur spilað 145 leiki í meistaraflokki með Aftureldingu, Þrótti R. og ÍBV, þá varð hún bikarmeistari með ÍBV árið 2017 og lék stórt hlutverk í liði ÍBV í Pepsi deild kvenna síðastliðin fjögur tímabil.

Við í Aftureldingu erum ákaflega stolt að því að semja og endurheimta uppalin leikmann, koma Sesselju Líf er lyftistöng fyrir félagið og eru spennandi tímar framundan hjá félaginu.

Velkomin heim Sesselja Líf Valgeirsdóttir!!!