Bikarkeppni yngri flokka í blaki

Blakdeild Aftureldingar Blak, Fréttir

Um helgina fer fram Bikarkeppni yngri flokka í blaki. Blakdeild HK sér um mótið og verður spilað í tveimur húsum, í Digranesi og í Fagralundi. Afturelding sendir til leiks lið í öllum kvennaflokkum og 2 í 2.flokki kvenna og 1 lið í drengjaflokki. Við óskum krökkunum góðs gengis á mótinu.