Skúli Sigurz til Aftureldingar

Varnarmaðurinn stóri og stæðilegi Skúli Kristjánsson Sigurz hefur skrifað undir þriggja ára samning við Aftureldingu. Hinn tvítugi Skúli kemur til Aftureldingar frá uppeldisfélagi sínu Breiðabliki.

Hann lék fimmtán leiki með Leikni R. í Inkasso-deildinni 2017 þegar hann var þar á láni. Skúli er kominn með leikheimild fyrir heimaleikinn gegn Leikni R. annað kvöld. Við bjóðum Skúla velkominn í Aftureldingu.

Mynd: Raggi Óla