Íslandsmeistarar í karate

Karatedeild Aftureldingar Karate

Helgina 4. – 5. maí sl. var haldið íslandsmeistaramót barna- og unglinga í karate. Keppt var í einstaklings kata 8-11 ára (börn) og 12-17 ára (unglingar) auk liðakeppni í kata. Alls voru 237 keppendur frá 10 félögum skráðir til leiks auk 40 hópkataliða. Þrettán keppendur þátt fyrir hönd Aftureldingar auk eins hópkataliðs. Allir keppendurnir stóðu sig frábærlega þó ekki hafi þau öll komist í verðlaunasæti, en bestum árangri að þessu sinni náðu Oddný og Þórður en þau unnu sína flokka án þess að fá á sig stig frá mótherjunum. Yngri keppendurnir voru margir að stíga sín fyrstu skref í keppni og því mikill sigur fyrir þá að taka þátt í svo stóru móti sem meistaramótið er.

Eftirfarandi keppendur komust í verðlaunasæti:

  • Þórður Jökull Henrysson 16-17 ára piltar – gull
  • Oddný Þórarinsdóttir 15 ára stúlkur – gull
  • Gunnar Haraldsson 14 ára piltar – silfur
  • Dóra Þórarinsdóttir 12 ára stúlkur – brons
  • Brynjar Þór Jónsson 8 ára drengir – brons

Einnig lentu fjórir iðkendur í 5. sæti.
Á myndinni hér fyrir ofan má sjá verðlaunahafana ásamt verðlaunahöfum Fjölnis, en Willem C. Verhuel er yfirþjálfari beggja félaganna.

 

Oddný og Þórður íslandsmeistarar

Dóra – brons

Gunnar – silfur

Oddný – gull

Þórður – gull

Brynjar Þór – brons