Sumarnámskeið Taekwondodeildarinar

Taekwondo Taekwondo

DREKANÁMSKEIÐ TAEKWONDODEILDAR AFTURELDINGAR

Taekwondodeild Aftureldingar stendur fyrir sumarnámskeiðum fyrir börn á aldrinum 6-11 ára í sumar. Í boði eru tvö tveggja vikna námskeið. Þau börn sem sækja bæði námskeiðin gefst kostur á að þreyta beltapróf í lok síðara námskeiðsins (gul rönd og gult belti).

  • Fyrra námskeiðið 8 dagar hefst 11. júní til 21. júní frá kl. 8:30 til 15:30. Verð 21.000,-
  • Seinna námskeiðið 10 dagar hefst 24. júní til 5. júlí frá kl. 8:30 til 15:30. Verð 26.000,-

TAEKWONDODEILD
Taekwondo, leikir, sjálfsvörn, hjólaferðir og margt annað skemmtilegt.
Leikir og gleði.

Kennari :
Vigdís Helga landsliðskona.
María Guðrún, íþróttakona Mosfellsbæjar og Aftureldingar er gestakennari á námskeiðunum.

Námskeiðin eru haldin í bardagasalnum í íþróttahúsinu að Varmá og utandyra.

Það er búið að opna fyrir skráningu. https://afturelding.felog.is/

Frekari upplýsingar á facebooksíðu námskeiðsins Drekanámskeið Aftureldingar eða á netfanginu taekwondo@afturelding.is