Stjórn knattspyrnudeildar næsta starfsár

KnattspyrnudeildKnattspyrna

Fundurinn var haldinn í Vallarhúsinu að Varmá og fór vel fram. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf og lagðar fram skýrslur og reikningar frá undirráðunum þremur; meistaraflokksráðum karla og kvenna og barna- og unglingaráði.

Athygli vekur að þrátt fyrir þröngan stakk í rekstri og niðurskurðartillögur sem félagið hefur búið við síðustu ár hefur engu að síður tekist að halda úti þróttmiklu og faglegu starfi sem eftir er tekið í knattspyrnuheiminum – ekki eingöngu innanlands heldur hafa nokkrir ungir og efnilegir leikmenn fengið tækifæri til að sýna sig og sanna hjá erlendum stórliðum.

Ingólfur Garðarsson var endurkjörinn formaður knattspyrnudeildar og áfram í stjórn verða Guðbjörg Fanndal Torfadóttir, Hallur Birgisson, Óli Valur Steindórsson, Sigurður Rúnar Magnússon og Tryggvi Þorsteinsson og þá kemur Emil Viðar Eyþórsson nýr inn í stjórn í stað Hönnu Símonardóttur sem eru þökkuð hennar störf fyrir félagið.

Einhverjar mannabreytingar verða á undirráðunum þremur og verða upplýsingar um stjórnarmenn þar uppfærðar á heimasíðunni fljótlega þegar verkaskipting liggur fyrir. Formenn verða áfram Guðbjörg Fanndal Torfadóttir hjá BUR, Hallur Birgisson er formaður hjá meistarflokksráði kvenna og karlamegin heldur Óli Valur Steindórsson áfram um stjórnvölinn.