Sandra framlengir hjá Aftureldingu

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Það er Knattspyrnudeild gleðiefni að skýra frá því að Sandra Dögg Björgvinsdóttir hefur ákveðið að semja áfram við félagið út árið 2015.

Sandra sem er fædd 1992 er miðvallarleikmaður sem gjarnan spilar aftast á miðjunni eða sem annar tveggja varnartengiliða. Sandra hefur borið fyrirliðabandið í allmörgum leikjum enda er hennar vinnusemi til fyrirmyndar og hún er þekkt fyrir baráttáttugleði og að gefast aldrei upp.

Sandra er uppalin hjá Aftureldingu og hefur leikið með félaginu allan sinn feril. Hún á að baki 72 leiki og hefur skorað 1 mark fyrir meistaraflokk. Hún lék sína fyrstu leik í 1.deildinni árið 2007 og hefur síðan þá verið mikilvægur hlekkur í leik liðsins. Þá hefur Sandra starfað hjá Barna- og unglingaráði við þjálfun yngri flokka félagsins í mörg ár.