Fréttir frá stjórn frjálsíþróttadeildar.

Frjálsíþróttadeildar Aftureldingar Frjálsar

Kjörin var ný stjórn Frjálsíþróttadeildar Aftureldingar á fjölmennum aðalfundi deildarinnar þann 18. mars 2014, í vallarhúsinu að Varmá. Á dagskrá aðalfundarins voru hefðbundin aðalfundarstörf, eins og skýrsla stjórnar, framlagning reikninga og kosning stjórnar. Í skýrslu stjórnar kom m.a. fram að íþróttafólkið okkar hefur haldið áfram að gera góða hluti og náð flottum árangri. Það sem mest er aðkallandi er betri æfingaaðstaða bæði innan dyra sem utan, fleiri tímar í íþróttahúsi yfir veturinn og áhöld á Varmárvelli þarfnast mikillar endurnýjunar. Brýn þörf er fyrir fjölnota íþróttahús. Kastsvæði vantar nauðsynlega. Stefnt verður að því að fjölga þjálfurum um a.m.k. einn. Reikningar deildarinnar endurspegluðu styrka fjárhagsstöðu hennar sem hefur náðst með ráðdeild í rekstri og öflugu starfi foreldra, iðkenda og stjórnar. Ólafur Ingi Óskarsson gaf ekki kost á sér áfram sem formaður deildarinnar. Í hans stað var Steinunn A. Ólafsdóttir var kosin nýr formaður. Gissur Örlygsson heldur áfram í stjórn og með honum verða: Ólafur Ingi Óskarsson, Ingibjörg Árnadóttir og Bjarni Páll Pálsson. Fulltrúi iðkenda verður Gunnar Eyjólfsson. Undir liðnum önnur mál var rætt um fyrirhugaða keppnisferð til Gautaborgar 23/6 – 29/6 2014 fyrir iðkendur 14 ára og eldri og stórmót Gogga galvaska sem verður haldið í 25 sinn að Varmá 20.- 22. júní n.k. Fundurinn hófst kl. 17:30 og lauk kl. 18:25. En það hefur verið stefna deildarinnar að ljúka öllum fundum á innan við klukkutíma.