Strákarnir nálgast toppinn

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Leikurinn var jafn og spennandi en hvorugu liðinu tókst þó að skora í fyrri hálfleik.

Í síðari hálfleik gerðust hlutirnir og gestirnir úr Vesturbænum voru á undan að skora. Þeir Wentzel Steinarr Ragnarsson Kamban og Steinar Ægisson náðu forystunni fyrir Aftureldingu en KV jafnaði þegar leiktíminn var að renna út. Í uppbótatíma skoraði Axel Lárusson sigurmarkið við mikinn fögnuð heimamanna.

Afturelding er nú í öðru sæti deildarinnar, jafnt toppliði Reynis að stigum og stigi á undan KV en okkar menn hafa einir liða lagt þessi lið að velli í sumar og lofar það góðu fyrir framhaldið.