Strákunum spáð upp !

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Netmiðillinn góðkunni, Fótbolti.net, hefur birt spá sína fyrir komandi tímabil og þar er okkar strákum spáð öðru sæti í deildinni og þar með sæti í 1.deild að ári. Samkvæmt spánni verða það HK sem vinna deildina og á eftir okkar mönnum í öðru sæti reikna sérfræðingarnir með að sjá KV, ÍR og Gróttu en Sindra og Hamar er spáð falli.

Þjálfari Aftureldingar, Enes Cogic hafði þetta að segja í samtali við Fótbolta.net: ,,Við erum með lið sem getur vel farið upp en við höldum okkur á jörðinni, flestar spár rætast ekki. Ég er ánægður með leikmannahópinn, það eru einhver smá meiðsli núna en þegar við erum fullskipaðir getum við gert góða hluti. Liðið er ungt og alveg á hreinu að það á framtíðina fyrir sér. Svo höfum við fengið reynslumenn eins og Guðmund Mete og Paul McShane. Strákarnir eru fúsir til að læra og geta lært af þessum mönnum. Maður getur aldrei bókað sigur fyrirfram gegn neinu liði í þessari deild. Það er einkenni íslenska boltans að allir geta unnið alla og það eru oft miklar sveiflur.“

Fyrsti leikur tímabilsins hjá strákunum er á föstudag kl 19:15 á Varmárvelli gegn Njarðvík sem spáð er sjötta sæti.

Frétt frá Fótbolta.net (Mynd Fótbolti.net/Raggi Óla). Sjá alla fréttina: Smelltu hér.