Svandís framlengir hjá Aftureldingu

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Knattspyrnudeild getur sagt frá því að Svandís Ösp Long hefur ákveðið að semja áfram við félagið út árið 2015.

Svandís sem er fædd 1992 er varnarmaður sem yfirleitt spilar sem miðvörður en er eins og margar stöllur hennar í liðinu býsna fjölhæf og er til að mynda einnig afbragðs varnartengiliður. Svandís hefur verið óheppin með meiðsli undanfarið en þegar hún er heil má treysta á að hún standi sína vakt fyrir liðið með glæsibrag.

Svandís er uppalin hjá Aftureldingu og hefur leikið með félaginu allan sinn feril. Hún á að baki 35 leiki og hefur skorað 1 mark fyrir meistaraflokk. Hún lék sína fyrstu leik í 1.deildinni árið 2007 og var einnig um tíma aðstoðaðþjálfari hjá yngri flokkum félagsins.