Telma gengin til liðs við Stabæk í Noregi

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Telma lék sem kunnugt er með Stabæk fyrir tveimur árum og kom þá við sögu í þónokkrum leikjum með liðinu aðeins sextán ára. Í fyrra kom hún svo aftur til Íslands og lék eitt sumar með Val áður en hún flutti sig aftur heim í Mosfellsbæinn og til Aftureldingar.

Telma hefur leikið alls 48 leiki með meistaraflokki og skorað 20 mörk, þar af 8 mörk í Pepsideildinni í sumar. Þá hefur Telma leikið 23 leiki og skorað 7 mörk með U17 landsliði Íslands og 19 leiki og 6 mörk á hún með U19 landsliðinu.

Stabæk er eitt öflugasta lið Noregs og lenti í öðru sæti úrvalsdeildarinnar í fyrra. Liðið er sem stendur í efsta sæti deildarinnar á þessu tímabili með 44 stig eftir 16 leiki, fjórum stigum meira en Lilleström en þessi tvö lið eru í nokkrum sérflokki í deildinni í ár. Til gamans má geta að lið Avaldsnes þar sem Mist Edvardsdóttir spilar er í fjórða sæti deildarinnar, heilum 18 stigum á eftir Stabæk.

Knattspyrnudeild óskar Telmu velfarnaðar í Noregi og þakkar henni fyrir frábært sumar. Telma – vertu alltaf velkomin heim aftur !