Þrír leikmenn á láni til Aftureldingar

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Afturelding heldur áfram að styrkja sig fyrir átökin í 1. deild kvenna næsta sumar.

Þær Anna Hedda Björnsdóttir Haaker, Ragna Guðrún Guðmundsdóttir og Katrín Rut Kvaran hafa gengið til liðs við Aftureldingu frá Val á lánssamningum.

Anna Hedda er að hefja feril sinn í meistaraflokki og kemur úr sigursælum 2002 árgangi hjá Val líkt og Ragna Guðrún og Katrín Rut, en þær eru allar fæddar sama ár.

Ragna Guðrún lék með Aftureldingu seinni hluta síðasta tímabil og sóttist Afturelding stíft eftir því að fá hana aftur til félagsins.

Katrín Rut Kvaran lék með liði Þróttar R. síðastliðið sumar á láni frá Val, spilaði þar sjö leiki og skoraði eitt mark. Hún hjálpaði Þrótti að vinna 1.deild kvenna síðasta sumar.

Þær hafa nú þegar sett mark sitt á félagið en Katrín Rut skoraði tvívegis og Ragna Guðrún eitt mark í naumu tapi gegn ÍA um liðna helgi.

Afturelding bíður þessar ungu og efnilegu stúlkur velkomnar til félagins og hlakkar til samstarfsins með þeim á komandi sumri!