Eyþór lánaður heim

Ungmennafélagið Afturelding Knattspyrna

Sóknarmaðurinn Eyþór Aron Wöhler er kominn aftur í Aftureldingu. Hann kemur á láni frá ÍA.

Eyþór er uppalinn í Aftureldingu, en hann gekk í raðir ÍA á síðasta ári. Hann hefur enn ekki spilað keppnisleik fyrir ÍA í meistaraflokki.

Eyþór, sem er fæddur árið 2002, á landsleiki í U16, U17 og U18 landsliðum Íslands.

„Við fögnum því að fá Eyþór aftur í Mosfellsbæinn!“ segir í tilkynningu frá Aftureldingu, sem hafnaði í áttunda sæti 1. deildarinnar á síðasta tímabili.